Í skugga óvissunnar er spennandi saga um ástir, svik, auðæfi og örlög eftir Fay Nichols.
Lesari er Valý Ágústa Þórsteinsdóttir.
Fornaldarsögur Norðurlanda eru flokkur sagna og ævintýra frá fornum tíma á Norðurlöndum. Þær voru líklega allar skráðar á Íslandi á 13. og 14. öld. Þar koma við sögu ýmsar sögulegar persónur, svo sem Ragnar loðbrók, Sigurður Fáfnisbani og Göngu-Hrólfur.
Smásagan Írafells-Móri kom út árið 1906 í safni smásagna sem Benedikt Gröndal hafði þýtt lauslega. Stíllinn er skemmtilegur og fjörugur.
Sigurður Arent Jónsson les.
Íslandssaga Halldórs Briem kom út árið 1903 og þó hún sé komin til ára sinna stendur hún fyllilega fyrir sínu og gefur okkur góða mynd af atburðum í tímaröð.
Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.
Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.
Þessi Íslendinga saga Boga Th. Melsteð sem hann kallaði Þroskatíð kristninnar tekur fyrir tímann frá 1030-1200. Stendur hún enn upp úr sem eitt besta rit sem ritað hefur verið um þennan tíma að öðrum ólöstuðum.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Í þessari áhugaverðu grein segir rithöfundurinn Jón Trausti (Guðmundur Magnússon) frá hinum sögufræga stað Skálholti.
Jón Sveinsson les.
Íslenskir þjóðhættir eftir Jónas frá Hrafnagili er merkilegt rit þar sem höfundur segir á lifandi og áhugaverðan hátt frá lifnaðarháttum Íslendinga fyrr á tímum.
Lesari er Guðrún Birna Jakobsdóttir.
Ítak æskudraums er smásaga eftir Guðmund Friðjónsson.
Ívar hlújárn er hin sígilda saga eftir skoska sagnaskáldið og frumkvöðul sögulegra skáldsagna, Walter Scott. Sagan hefur yljað lesendum á öllum aldri síðan hún kom fyrst út árið 1820.