Hér er á ferðinni fyrirlestur um Jónas Hallgrímsson sem Þorsteinn Gíslason flutti á Seyðisfirði þann 21. febrúar 1903.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Jósef eftir Guðrúnu Lárusdóttur er falleg jólasaga um munaðarlausan dreng.
Valý Þórsteinsdóttir les.
Sagan kom út í smásagnasafninu Utan við alfaraleið sem gefið var út árið 1942. Hér segir frá hinum eina sanna Júdasi Ískaríot, en sjónarhornið er ólíkt því sem við erum vön að fylgja og er óhætt að segja að sagan veiti okkur nýja sýn inn í þessa þekktu sögu úr Biblíunni.
Jude the Obscure var síðasta skáldsagan sem Thomas Hardy lauk við, en hún byrjaði sem framhaldssaga í tímariti í desember 1894. Hér segir frá unga manninum Jude Fawley sem kominn er af verkafólki en dreymir um að verða menntamaður.
Júlíus Sesar var fyrsti keisari hins mikla og víðfeðma Rómaveldis og er titillinn keisari dreginn af eftirnafni hans.
Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.
Hér segir frá hinum góða konungi Kafíasi sem býr í stórri og glæsilegri höll og hefur allt til alls, nema hvað hann er einmana og þráir að finna sér eiginkonu.
Margrét Ingólfsdóttir les.
Sagan Kain er lauslega byggð á samnefndri persónu í Biblíunni.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Hægt er að halda því fram að séra Jónas Jónasson frá Hrafnagili hafi verið fyrsti sakamálasagnahöfundur okkar Íslendinga, en hann skrifaði nokkrar slíkar sögur á síðari hluta 19. aldar.
Kalli litli er skemmtileg saga um ráðagóðan strák.
Sigurður Arent Jónsson les.
Kapitola / Kapitóla er spennandi og rómantísk skáldsaga um kvenhetju sem kallar ekki allt ömmu sína. Höfundurinn, Emma Dorothy Eliza Nevitte Southworth, var einn afkastamesti og vinsælasti skáldsagnahöfundur 19. aldar.
Ólöf Rún Skúladóttir les.
Þorgils gjallandi hét réttu nafni Jón Stefánsson og var vinnumaður og bóndi í Mývatnssveit. Smásöguna Kapp er best með forsjá skrifaði hann u.þ.b. 1904.
Jón Sveinsson les.
Karl glaðværi er smásaga eftir austurríska rithöfundinn og skáldið Peter Rosegger (1843-1918). Björn Jónsson þýddi.
Sigurður Arent Jónsson les.