My Man Jeeves er safn smásagna eftir enska rithöfundinn og húmoristann P. G. Wodehouse (1881-1975).
Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.
Hin duttlungafulla hersisfrú Aldona Najevska er vön því að allir í kringum hana hlýði hverri hennar skipun og þjóni henni sem drottningu. En kvöld eitt verður stór breyting á högum hennar.
Jón Sveinsson les.
Hin þekkta skáldsaga Námur Salómons konungs eftir H. Rider Haggard kom fyrst út árið 1885 og varð strax metsölubók. Hún markaði upphaf nýrrar bókmenntagreinar innan ævintýra- og vísindaskáldskapar sem á ensku kallast "Lost World".
Náttúrusögur eru fjórði flokkur þjóðsagna í safni Jóns Árnasonar. Þær skiptast í dýrasögur, grasasögur, steinasögur, loftsjónir og tunglsögur, sögur af sjó og örnefnasögur.
Guðrún Birna Jakobsdóttir les.
Nítján smáþættir er safn smásagna eftir Matthías Johannessen. Sögurnar bera höfundi sínum vitni. Stíllinn er sérstæður og getur stundum verið erfitt að greina hvort um er að ræða smásögu, samtal, minningarþátt eða ritgerð.
Fáir þekkja Njáls sögu betur en Matthías Johannessen. Hér hefur hann tekið saman á einstaklega skemmtilegan og athyglisverðan hátt flest það sem skrifað og ort hefur verið um þá merku sögu í gegnum tíðina.
Bókmenntaþættir Matthíasar Johannessen komu út á bók árið 1985 og eru víðtækt og forvitnilegt úrval af skrifum höfundar um íslenskar bókmenntir og skáldverk nokkurra kunnra höfunda.
Í þessum þætti fjallar Matthías um Grím Thomsen skáld.
Sigurður Arent Jónsson les.
Fornaldarsögur Norðurlanda eru flokkur sagna og ævintýra frá fornum tíma á Norðurlöndum. Þær voru líklega allar skráðar á Íslandi á 13. og 14. öld. Þar koma við sögu ýmsar sögulegar persónur, svo sem Ragnar loðbrók, Sigurður Fáfnisbani og Göngu-Hrólfur.
Hér eru nítján skemmtileg norsk ævintýri úr safni þeirra
Peter Christen Asbjørnsen og Jørgen Moe.
Jens Benediktsson þýddi.
Guðmundur Ingi Kristjánsson les.
Hér má finna tuttugu og sex skemmtileg norsk ævintýri úr safni þeirra Peter Christen Asbjørnsen og Jørgen Moe.
Jens Benediktsson þýddi.
Guðmundur Ingi Kristjánsson les.
Skáldsagan North and South er eitt þriggja þekktustu verka breska rithöfundarins Elizabeth Gaskell (1810-1965), ásamt skáldsögunum Cranford og Wives and Daughters.