Saga frá tímum Rómaveldis.
Lesari er Margrét Ingólfsdóttir.
Sagan Anna frá Stóruborg eftir Jón Trausta, eða Guðmund Magnússon eins og hann hét réttu nafni, er söguleg skáldsaga og byggir eins og fleiri sögur Jóns Trausta á traustum heimildum í bland við munnmælasögur. Var hún hluti af sagnaflokki Jóns sem hann kallaði Góðir stofnar.
Fornaldarsögur Norðurlanda eru flokkur sagna og ævintýra frá fornum tíma á Norðurlöndum. Þær voru líklega allar skráðar á Íslandi á 13. og 14. öld. Þar koma við sögu ýmsar sögulegar persónur, svo sem Ragnar loðbrók, Sigurður Fáfnisbani og Göngu-Hrólfur.
Áhugaverð saga um virðulegan lögfræðing sem hefur verið undir miklu álagi en verður þá allt í einu fyrir því að hann missir minnið og vitneskjuna um hver hann er. Til að ráða fram úr því ákveður hann að taka sér nafn úr auglýsingu. Og síðan leiðir eitt af öðru.
Fáir íslenskir höfundar hafa haft jafnmikið vald á smásagnaforminu og Indriði G. Þorsteinsson. Aprílsnjór er ein af hans áhugaverðustu sögum og þar koma fram hans bestu eiginleikar sem höfundar.
Guðmundur Ingi Kristjánsson les.
Arfurinn: spennusaga um kjarkleysi og breyskleika eftir Borgar Jónsteinsson er fyrsta skáldsaga höfundar og kom fyrst út á bók árið 2014.
17. öldin var að mörgu leyti erfið Íslendingum en ól þó af sér margt merkisfólk. Meðal þeirra má nefna Ara Magnússon í Ögri og konu hans, Kristínu Guðbrandsdóttur.
Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.
Lesari er Guðrún Elva Guðmundsdóttir.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Segja má að Arngrímur lærði hafi verið einn þekktasti fræðimaður Íslands á sínum tíma og fyrsti fræðimaðurinn sem náði einhverri útbreiðslu úti í hinum stóra heimi.
Lesari er Valý Þórsteinsdóttir.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Sagan Around the World in Eighty Days er sígild ævintýrasaga eftir Jules Verne. Hér segir frá Englendingnum Phileas Fogg sem, ásamt einkaþjóni sínum Passepartout, reynir að ferðast hringinn í kringum jörðina á 80 dögum til að vinna veðmál.
Fornaldarsögur Norðurlanda eru flokkur sagna og ævintýra frá fornum tíma á Norðurlöndum. Þær voru líklega allar skráðar á Íslandi á 13. og 14. öld. Þar koma við sögu ýmsar sögulegar persónur, svo sem Ragnar loðbrók, Sigurður Fáfnisbani og Göngu-Hrólfur.
Ást og auður er stutt örlagasaga í 11 köflum, oft átakanleg. Segir þar frá stúlkunni Sigríði, bóndanum Gísla sem ann henni hugástum og kaupmanninum Þórarni sem giftist henni. Sagan minnir stundum á Kærleiksheimilið eftir Gest Pálsson.
Ásta litla er smásaga eftir Guðrúnu Lárusdóttur (1880-1938).
Guðrún Birna Jakobsdóttir les.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Atli er saga samnefndrar persónu úr Njáls sögu.
Hann var einn af þeim sem urðu fórnarlömb
í átökum þeirra Hallgerðar og Bergþóru.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Augasteinninn gamla mannsins er forvitnileg sakamálasaga eftir ókunnan höfund.
Lesari er Aldís Baldvinsdóttir.
Augun hans afa er skemmtileg barnasaga. Hér segir frá ungum munaðarlausum dreng sem gerist geitahirðir hjá gömlum manni.
Sigurður Arent Jónsson les.
Austurför Kýrosar er frásögn af því þegar Kýros hinn yngri gerði tilraun til að hrifsa til sín völd bróður síns, Artaxerxesar annars, yfir Persaríki.
Að heiman er frásögn Jóhanns Jónssonar frá æskuárunum. Hann lýsir baráttu mannsins við náttúruöflin frá sjónarhorni ungs drengs.
Lesari er Gunnar Már Hauksson.
Að kvöldi dags er safn minningarþátta Erlendar Jónssonar skálds og kennara. Erlendur segir hér frá veru sinni sem ungur maður í Húnavatnssýslu, námi sínu við Menntaskólann á Akureyri og störfum sínum í Reykjavík.
Aðalsteinn: saga æskumanns var önnur íslenska nútímaskáldsagan á eftir Pilti og stúlku Jóns Thoroddsen og vakti þónokkra athygli þegar hún kom út. Sagan endurspeglar vel samtíð sína og er gott innlegg í bókmenntaumræðu 19. aldar.
Guðrún Birna Jakobsdóttir les.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Hinir vitgrönnu bræður frá Bakka - þeir Gísli, Eiríkur og Helgi - gera hver heimskupörin á fætur öðrum.
Sigurður Arent Jónsson les.
Bandamanna saga er varðveitt í tveimur gerðum: annars vegar styttri útgáfa í handriti frá 15. öld og hins vegar lengri gerð í Möðruvallabók. Sú síðarnefnda er hér lesin.
Sagan Barnaby Rudge: A Tale of the Riots of Eighty eftir Charles Dickens er söguleg skáldsaga sem birtist fyrst á prenti árið 1841.
Mil Nicholson les á ensku.
Bastskórnir er smásaga eftir Ivan Bunin í þýðingu Jóns Sigurðssonar frá Kaldaðarnesi. Hún birtist fyrst í íslenskri þýðingu í bókinni Sögur frá ýmsum löndum.
Ivan Bunin (1870-1953) var fyrstur rússneskra rithöfunda til að hljóta bókmenntaverðlaun Nóbels.
Sagan gerist í Egyptalandi þegar Psammeticus II réði þar ríkjum. Hann vildi fullvissa sig um að Egyptar hefðu verið fyrsta fólkið á jörðinni og fann upp á nýstárlegri aðferð til þess.