Brellni drengurinn er smásaga eftir danska snillinginn H. C. Andersen. Hér segir frá hnokkanum Amor sem getur valdið usla í lífi fólks.
Ingibjörg Sól Ingólfsdóttir les.
Brennu-Njáls saga þarfnast engrar kynningar við. Flestir Íslendingar vita af henni og hvaða sess hún hefur í bókmenntum vorum.
Þorgils gjallandi hét réttu nafni Jón Stefánsson. Smásöguna Brest skrifaði hann u.þ.b. 1890. Hér fjallar höfundur um breyskleika mannfólksins og leggur til atlögu við tvískinnung í siðferðisdómum.
Jón Sveinsson les.
Brot úr ævisögu er smásaga eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Brúðargjöfin eftir Guðrúnu Lárusdóttur (1880-1938) kom fyrst út árið 1923.
Guðrún Birna Jakobsdóttir les.
Bryddir skór er skemmtileg jólasaga eftir ritsnillinginn Jón Trausta, sem eins og flestar sögur hans gerist í sveit við lok 19. aldar. Er þetta rómantísk saga sem allir aldurshópar geta haft gaman af að hlusta á.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Sagan Brynjólfur biskup Sveinsson kom fyrst út árið 1882 og vakti þá verulega athygli. Höfundur sögunnar, Torfhildur Hólm var stórmerk kona og óhætt að segja að hún hafi rutt brautina fyrir kynsystur sínar.
Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.
Búhöldur er smásaga eftir Guðmund Friðjónsson á Sandi.
Hér segir frá Helgu karlsdóttur sem fer af stað að leita kýrinnar Búkollu. Finnur hún hana í helli ægilegrar skessu.
Halldór Gylfason les.
Kýrin Búkolla hefur ráð undir rifi hverju.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Sagan Búktalarinn er þýdd saga eftir ókunnan höfund. Hún birtist í tímaritinu Austra árið 1884. Á þeim tímum þótti ekki alltaf tiltökumál að geta um þýðendur og jafnvel höfunda slíkra sagna.
Christmas Storms and Sunshine er hugljúf jólasaga eftir breska rithöfundinn Elizabeth Gaskell (1810-1965).
Ruth Golding les á ensku.
Þessa skemmtilegu smásögu skrifaði Victor Hugo árið 1834.
Cornelius Vanderbilt (1794-1877) var bandarískur iðnjöfur og mannvinur sem byggði auð sinn á skipum og járnbrautum. Hér er á ferðinni áhugaverð grein um ævi þessa merka manns.
Rafn Haraldsson les.
Cousin Phillis er stutt skáldsaga í fjórum hlutum eftir Elizabeth Gaskell (1810-1865). Sagan kom fyrst út árið 1864.
Hér segir frá hinum sautján ára gamla Paul Manning sem flytur út á land og kynnist þar ættmennum móður sinnar, þar á meðal stúlkunni Phillis Holman.
Cranford er ein af best þekktu skáldsögum breska rithöfundarins Elizabeth Gaskell (1810-1965).
Hér segir frá hinum sérvitru og viðkunnanlegu íbúum smábæjarins Cranford í valdatíð Viktoríu drottningar.
Cymbelína hin fagra er spennandi sakamálasaga með rómantísku ívafi eftir Charles Garvice, sem var einn vinsælasti skáldsagnahöfundur síns tíma.
Þýðandi er Guðmundur Guðmundsson, cand. phil.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Magnús Sigurðsson (1847-1925) var óðalsbóndi og kaupmaður á Grund í Eyjafirði.
Hér birtist dagbók vestur-íslenska rithöfundarins Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar (1866-1945), fyrsta bindið af þremur, og nær það yfir árin 1902-1918.
Englendingurinn William Morris, hámenntaður maður og aðdáandi íslenskra fornsagna og skáldskapar, ferðaðist um landið á árunum 1871 og 1873. Dagbók hans frá þessum ferðum er merkilegur vitnisburður um land og þjóð.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Margrét Ingólfsdóttir les.
Dalur óttans er fjórða og síðasta skáldsagan um hinn snjalla spæjara Sherlock Holmes og Watson félaga hans, eftir skoska rithöfundinn og lækninn Arthur Conan Doyle.
Hallgrímur Indriðason les.
Hin mexíkóska Amalia Hernandez var átta ára þegar hún ákvað að hún vildi læra að dansa. Hana dreymdi um að verða atvinnudansari, gegn vilja föður síns, og var ákveðin í að láta drauminn rætast. Áhugaverð grein úr tímaritinu Úrvali.
Lesari er Valý Þórsteinsdóttir.
Jóhann Magnús Bjarnason (1866–1945) fluttist ungur með foreldrum sínum til Kanada og bjó meðal Vestur-Íslendinga alla ævi. Hann var einkum þekktur fyrir skáldsögurnar Eiríkur Hansson, Brasilíufararnir og Í Rauðardálnum. Allar þessar sögur urðu geysivinsælar á sínum tíma – og eru enn.
Sagan Dombey and Son eftir Charles Dickens kom fyrst út á árunum 1846-1848. Paul Dombey er auðugur eigandi skipafélags. Hann er harður í viðskiptum og harður við fjölskyldu sína. Sonur hans, sem hann hefur lengi dreymt um að eignast, er nýfæddur þegar kona hans deyr.
Dóttir mín er smásaga eftir Guðmund Friðjónsson á Sandi.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Saga um það hvernig saumavélin varð til.
Dubliners er safn fimmtán smásagna eftir írska rithöfundinn James Joyce (1882-1941). Sögurnar komu fyrst út árið 1914 og voru skrifaðar meðan barátta Íra fyrir sjálfstæði stóð sem hæst.
Tadhg Hynes les á ensku.