Sagan gerist í Moskvu á tímum Péturs mikla keisara og segir frá byssusmiðnum Rúrík Nevel.
Við bjóðum hér upp á hina frábæru skáldsögu Valeyrarvalsinn eftir Guðmund Andra Thorsson. Þessi hrífandi og ljóðræna saga er gott sýnishorn af verkum höfundar og nýtur sín vel hér í afbragðsgóðum flutningi Hjalta Rögnvaldssonar.
Arnór jarlaskáld fékk auknefni sitt af því að yrkja um þá Þorfinn Sigurðarson og Rögnvald Brúsason sem voru jarlar í Orkneyjum.
Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.
Bjarni þótti á sínum tíma í hópi merkustu skálda landsins, en hann var af hinu kunna skáldakyni að austan. Var Einar skáld í Heydölum afi hans. Einar fæddist árið 1621. Foreldrar hans voru séra Gizur Gíslason að Þingmúla og kona hans Guðrún Einarsdóttir prests í Heydölum, Sigurðssonar.
Bjarni Thorarensen braut blað í sögu bókmennta Íslendinga. Hann var fyrsti skáldfulltrúi rómantísku stefnunnar hér á landi og brá ljósi á þann veg fyrir menn eins og Jónas Hallgrímsson, Grím Thomsen, Steingrím Thorsteinsson og fleiri. Þá lagði hann grunninn að hinum hástemmdu ættjarðarkvæðum se
Hjálmar byrjaði ungur að setja saman vísur og hélt þeirri iðju sinni ódeigur fram að því síðasta. Honum veittist létt að yrkja og liggur eftir hann mikið af lausavísum og ljóðum.
Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.
Sagt hefur verið að Bragi Boddason sé forfaðir allra íslenskra skálda; að hann hafi fundið upp dróttkvæðan hátt og verið
fyrir það afrek tekinn í goða tölu.
Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.
Fá eða nokkur íslensk skáld hafa vakið jafnmikla athygli með fyrstu ljóðabók sinni og Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Nefndist hún Svartar fjaðrir og kom út árið 1919, árið eftir að Íslendingar fengu fullveldi. Þar kvað við nýjan tón, og var eins og ljóðin í þessari litlu og látlausu
Eggert Ólafsson var einn af forvígismönnum upplýsingarinnar hér á landi og átti sinn þátt í að vekja Íslendinga til umhugsunar um stöðu sína og hvað þeir þyrftu að gera til að ná sér upp úr þeim hörmungum og doðahugsun sem honum fannst einkenna þá á 18.
Egils saga Skallagrímssonar er ein frægust allra Íslendingasagna og mun hún vera rituð á fyrri hluta 13. aldar. Hún er í stórum dráttum skáldsaga og telja menn að hún sé búin til sem umgjörð utan um vísur Egils, sem væntanlega eru þá talsvert eldri.
Einar Sigurðsson fæddist árið 1538, sonur prestshjónanna Guðrúnar Finnbogadóttur og Sigurðar Þorsteinssonar á Hrauni í Aðaldal í Þingeyjarsýslu. Hann átti eftir að lifa langa og viðburðaríka ævi á þeim miklu umbrotatímum sem framundan voru í íslensku þjóðlífi.
Gísli Brynjólfsson markaði spor bæði í bókmenntum okkar sem skáld og í stjórnmálasögu landsins, þó svo nafn hans sé ekki jafn þekkt og margra annarra. Hann var eldhugi í öllu sem hann gerði og frelsishugsjónin átti huga hans þó svo að hugmyndir hans í þeim efnum færu ekki alltaf saman við hugmyn
Það hefur oft verið sagt um Guðmund Guðmundsson að hann hafi verið „lognsins skáld“, en það eru vægast mikil ósannindi, því fá skáld eru í raun tilfinningaþrungnari og háleitari en hann. Einnig virðist vera að hann hafi hreinlega ekki verið tekinn nægilega alvarlega sem skáld, einkum eftir að h
Hallgrímur Pétursson fæddist árið 1614. Árið 1651 gerðist hann prestur í Saurbæ og þar mun hann sennilega hafa tekið til við að yrkja Passíusálmana sem alltaf munu halda nafni hans á lofti.
Jóhanni Gunnari Sigurðssyni var ekki skammtaður langur tími hér á jörðu. Hann lést úr tæringu einungis 24 ára gamall og að honum gengnum urðu íslenskar bókmenntir þeim mun fátækari, ekki síst ef litið er til þess hvað hann, þrátt fyrir ungan aldur, skildi eftir sig.
Með verkum sínum hefur Jóhann markað sér sess sem eitt af helstu ljóðskáldum sinnar samtíðar og hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir, s.s.
Um rithöfundinn Jóhann Sigurjónsson hefur ávallt leikið nokkur dulúð. Ungur hélt hann utan til að læra að verða dýralæknir, en áður en hann fengi lokið því námi hafði skáldskapurinn náð tökum á honum og hann ákvað að reyna fyrir sér sem leikritahöfundur. Var það að renna blint í sjóinn og gegn
Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.
Hver öld á sín stórmenni sem standa upp úr, hvort sem er í skáldskap, menntun, eða öðrum þjóðþrifamálum. Einn af þeim mönnum sem bar höfuð og herðar yfir samtímamenn sína á 18. og 19.
Ólöf frá Hlöðum var ein af fáum kvenskáldum sem gátu sér orðs á 19.
Það er óhætt að segja að sem skáld hafi Páll Ólafsson haft nokkra sérstöðu á sínum tíma og það kannski fyrst og fremst vegna þess hve auðvelt hann átti með að yrkja og svo vegna afstöðu sinnar til kveðskapar almennt.
Sigfús fyllti flokk þeirra skálda sem flokkuð voru sem atómskáld, en slík kenningarnöfn eru villandi og er ávallt hæpið að reyna að draga skáld og verk þeirra í einhverja dilka eða fella undir einhverjar stefnur. Það hefur gjarnan verið sagt um ljóð Sigfúsar að þau séu vitræn og heimspekileg, en
Borgin hló var fyrsta ljóðabók Matthíasar og kom út 1959.
Í bókinni er komið víða við og „stórum“ viðfangsefnum gerð skil, s.s. bernskunni, ástinni, dauðanum, stríði og friði.
Hólmgönguljóð nefnist önnur ljóðabók Matthíasar og kom hún út árið 1960.
Jörð úr ægi nefnist þriðja ljóðabók Matthíasar og kom hún út árið 1961. Þó svo að stíll og umgjörð ljóðanna svipi til fyrri bóka hans, sækir Matthías sér myndmál fyrir þessi ljóð í aðrar áttir. Hafi t.a.m.
Ljóð Matthíasar eru frjáls að formi til, full af ríku myndmáli og bókmenntalegum vísunum. Samtíminn er honum gjarnan nálægur og skáldið ber á borð fyrir lesandann sína persónulega sýn og þau hughrif sem veruleikinn færir honum. Sýn skáldsins er oft draumkennd og fegurðin og rómantíkin aldrei la
Eins og með mörg kunn skáld úr fortíðinni, hafa verk Einars Benediktssonar einhvern veginn dottið á milli kynslóða og fæstir þekkja nokkuð til verka hans. Þó hefur nafn hans ítrekað borið á góma, en öll umfjöllun tengd manninum hefur einkum snúist um manninn sjálfan og líf hans.
Varúlfurinn er smásaga eftir rússneska rithöfundinn og leikskáldið Ivan Turgenev (1818-1883).
Sigurður Gunnarsson þýddi.
Sigurður Arent Jónsson les.
Í þessari áhugaverðu og einlægu frásögn meistara orðsins segir frá hugleiðingum rithöfundar og fyrrum blaðamanns sem sestur er í helgan stein. Eins og Matthías lýsir þessu sjálfur: „Hann fer að velta því fyrir sér að lifa nú ekki sjálfan sig, heldur upplifa sjálfan sig.
Ingólfur B. Kristjánsson les.