Vatnsdæla saga er ein af yngri Íslendingasögunum. Hún býr yfir miklum töfrum og hefur að geyma ótalmargt sem einkennir góða sögu.
Skáldsagan Vegur allra vega eftir Sigurð Róbertsson kom fyrst út árið 1949.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Veislan á Grund eftir Jón Trausta kom fyrst út árið 1915 og var í huga höfundar hluti þríleiks, en hver saga þess þríleiks sjálfstæð og óháð hinum. Í Veislunni á Grund er fjallað um atburði sem áttu sér raunverulega stað árið 1362.
Skipstjóri nokkur lendir í lífsháska á veiðum.
Rafn Haraldsson les.
Hér segir frá bónda nokkrum sem fær aldrei að sofa út á morgnana, því haninn hans vekur hann allt of snemma.
Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.
Velgengni er smásaga eftir danska rithöfundinn Jørgen Liljensøe.
Hér segir frá fótboltakappa sem finnst stöðu sinni innan liðsins ógnað þegar stjarna nýja leikmannsins tekur að rísa.
Sigurður Arent Jónsson les.
Þessi skemmtilega íslenska þjóðsaga segir frá bræðrum nokkrum sem bera nöfn með rentu.
Gunnar Hansson les.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Verksmiðjustúlkan er saga um ástir og örlög eftir Charles Garvice, sem var einn vinsælasti skáldsagnahöfundur síns tíma.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Þorgils gjallandi hét réttu nafni Jón Stefánsson. Smásöguna Vetrarblótið á Gaulum skrifaði hann u.þ.b. 1892.
Jón Sveinsson les.
Vetrarregn eftir Indriða G. Þorsteinsson er látlaus saga sem býr yfir miklum töfrum og þungri undiröldu. Þó svo að sagan eigi að gerast um miðja 20. öld á hún jafnvel við í dag. Frábær saga eftir meistara smásögunnar.
Guðmundur Ingi Kristjánsson les.
Lesari er Margrét Ingólfsdóttir.
Skemmtileg saga sem fjallar um sjálfstæðishetju
Svisslendinga, Vilhjálm Tell.
Margrét Ingólfsdóttir les.
Skáldsagan Villirósa eftir Kristofer Janson segir frá norskum innflytjendum í Ameríku á síðari hluta 19. aldar. Ekkill og ung dóttir hans setjast að í skógum Minnesota. Dóttirin vingast við indíána á svæðinu og lendir í ýmsum ævintýrum.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Hér segir frá tveimur vinum sem báðir eru þjófar. Annar heitir Pétur valsari en hinn kallast ,,sá vongóði".
Björn Björnsson les.
Vinurinn er saga um litla prinsessu og vinkonu hennar.
Sigurður Arent Jónsson les.
Vistaskipti er ein af hinum sígildu íslensku sveitasögum í anda raunsæis, þar sem áherslan er fyrst og fremst á lítilmagnanum og illum aðbúnaði hans.
Vitnisburður hljóðritans segir frá því hvernig ný uppfinning leikur mikilvægt hlutverk við lausn morðmáls. Þessi uppfinning er hinn svokallaði hljóðriti, eða hljóðupptökutæki, sem er auðvitað hversdagslegt fyrirbæri í dag, en þótti á sínum tíma hið mesta undur.
Margrét Ingólfsdóttir les.
Jónas bóndi og kona hans hafa með dugnaði náð að byggja upp bú sitt sem nú stendur vel. En skjótt skipast veður í lofti.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Þorgils gjallandi hét réttu nafni Jón Stefánsson.
Smásöguna Við sólhvörf skrifaði hann árið 1894.
Jón Sveinsson les.
Lárus víðförli fæddist í Húnavatnssýslu árið 1855. Nítján ára gamall steig hann á skipsfjöl og ferðaðist upp frá því víðar en flestir ef ekki allir Íslendingar á þeim tíma. Hann sigldi umhverfis hnöttinn og kom í fimm heimsálfur.
Guðmundur Ingi Kristjánsson les.
Vogar var fjórða ljóðabók Einars Benediktssonar (1864-1940) og kom út árið 1921.
Hallgrímur Helgi Helgason les.
Fornaldarsögur Norðurlanda eru flokkur sagna og ævintýra frá fornum tíma á Norðurlöndum. Þær voru líklega allar skráðar á Íslandi á 13. og 14. öld. Þar koma við sögu ýmsar sögulegar persónur, svo sem Ragnar loðbrók, Sigurður Fáfnisbani og Göngu-Hrólfur.
Völuspá er án efa eitt stórbrotnasta og merkasta kvæði okkar Íslendinga. Þetta sextíu og þriggja erinda kvæði stendur fremst í Konungsbók eddukvæða (frá um 1270) og er þá um leið inngangur að öllu safni eddukvæða.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Sagan Vonir hefur lengi verið talin ein af bestu sögum Einars.
Andrés Kristjánsson ritar hér ævifrásögn Hannesar Pálssonar frá Undirfelli. Hannes segir frá ætt sinni, uppvexti, skólavist og búskap; erjum og vinskap við ýmsa þjóðþekkta menn; framboðsmálum, blaðadeilum og samskiptum við framsóknarforkólfa; og fleira má nefna.
Vor er smásaga eftir Guðmund Friðjónsson á Sandi.
Vordraumur er smásaga eftir Gest Pálsson.
Björn Björnsson les.