Ritsnillingurinn Jón Trausti (Guðmundur Magnússon) skrifar hér áhugaverða grein um stjórnmálamanninn, hershöfðingjann og diplómatann Li-Hung Chang (einnig ritað Li Hongzhang) annars vegar og hins vegar um samúræjann og stjórnmálamanninn Hirobumi Ito (Itō Hirobumi).
Jón Sveinsson les.
Ritgerðin Kötlugjá er inngangur að öðrum ritum Jóns Steingrímssonar um Kötlu. Hér eru rifjuð upp fyrri eldsumbrot í Kötlu fram að hinum miklu Skaftáreldum sem hófust 1783. Meðal annars kemur fram hvernig Kötlu-nafnið er til komið og hvenær fjallið hefur gosið.
,,Sigurlaug og Geirlaug hétu þær, og voru alsystur, en ekki vitund líkar." Þannig hefst saga Jóns Trausta um systurnar tvær og ólíkt hlutskipti þeirra í lífinu.
Sigurður Arent Jónsson les.
Sagan Týnda konan eftir bandaríska rithöfundinn Theodore Dreiser heitir á frummálinu The Lost Phoebe. Hér segir frá gömlum manni sem er sannfærður um að eiginkona hans sé enn á lífi og leitar hennar um víðan völl.
Björn Björnsson les.
Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.
Torfhildur Hólm fæddist 2. febrúar árið 1845 á Kálfafellsstað í Skaftafellssýslu. Hún var stórmerkileg kona sem fór ótroðnar slóðir og ruddi brautina fyrir þá sem á eftir komu, og ekki bara kynsystur sínar.
Úlfurinn er ein þekktasta saga Guy de Maupassant. Í sögunni koma fram öll helstu stílbrigði og hæfileikar höfundar.
Valý Þórsteinsdóttir les.
Gestur Pálsson og Einar Kvaran kynntust ungir í skóla og leiðir þeirra lágu sama með reglulegu millibili. Þeir stóðu saman að blaðinu Verðandi sem boðaði raunsæisstefnuna á Íslandi árið 1883 en síðar urðu þeir báðir ritstjórar í Kanada, hvor yfir sínu blaði.
Bókmenntaþættir Matthíasar Johannessen komu út á bók árið 1985 og eru víðtækt og forvitnilegt úrval af skrifum höfundar um íslenskar bókmenntir og skáldverk nokkurra kunnra höfunda.
Í þessum þætti fjallar Matthías um Gunnar Gunnarsson rithöfund.
Sigurður Arent Jónsson les.
Það hefur oft verið sagt um Guðmund Guðmundsson að hann hafi verið „lognsins skáld“, en það eru vægast mikil ósannindi, því fá skáld eru í raun tilfinningaþrungnari og háleitari en hann. Einnig virðist vera að hann hafi hreinlega ekki verið tekinn nægilega alvarlega sem skáld, einkum eftir að h
Hér er um að ræða æviágrip Jóhanns Jónssonar skálds og umfjöllun um minnismerki sem reist var um hann í Ólafsvík þar sem hann ólst upp.
Gunnar Már Hauksson les.
Um láð og lög inniheldur ferðapistla frá ýmsum tímum eftir dr. Bjarna Sæmundsson. Í formála bókarinnar skrifar Árni Friðriksson: ,,Að öllu athuguðu er bókin einhver besta heimild á mörgum sviðum og full af hinum margvíslegasta fróðleik.
Skáldsagan Um saltan sjá heitir á frummálinu Over salten sø. Bjarni Jónsson þýddi.
Guðmundur Ingi Kristjánsson les.
Bókmenntaþættir Matthíasar Johannessen komu út á bók árið 1985 og eru víðtækt og forvitnilegt úrval af skrifum höfundar um íslenskar bókmenntir og skáldverk nokkurra kunnra höfunda.
Guðmundur Friðjónsson (1869-1944) fæddist á Sílalæk í Aðaldal. Um þrítugsaldur hóf hann búskap á Sandi í Aðaldal og bjó þar síðan til dauðadags. Hann var að mestu sjálfmenntaður, alþýðuskáld sem margir vilja meina að hafi verið með betri skáldum síns samtíma.
Undir oki siðmenningar er ein kunnasta bók Sigmunds Freud,
hér í þýðingu Sigurjóns Björnssonar. Bókin þótti á sínum tíma tímamótaverk og gefur góða innsýn í þankagang þessa meistara sálfræðinnar.
Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.
Sagan Undursamleg hjálp í lífsháska kom áður út í safninu Sögur Ísafoldar. Hér segir frá skoska stýrimanninum Robert Bruce og lífshættulegum aðstæðum sem hann lenti í á siglingu árið 1828.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Þegar Einar Kvaran var við nám í Kaupmannahöfn umgekkst hann mest vini sína úr Lærða skólanum og þá sem deildu með honum áhuga á bókmenntum. Má þar nefna Hannes Hafstein, Bertel E. Ó. Þorleifsson og Gest Pálsson. Allir höfðu þeir mikinn áhuga á bókmenntum og raunsæisstefnunni.
Í greininni Upp skalt á Kjöl klífa fjallar Matthías Johannessen almennt um íslenska menningu og tungu.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Skáldsagan Upp við fossa eftir bóndann Þorgils gjallanda, eða Jón Stefánsson eins og hann hét með réttu, kom fyrst út árið 1902. Vakti hún gríðarlega athygli og urðu margir til að hneykslast á henni.
Uppreistin á Brekku er smásaga eftir Gest Pálsson.
Björn Björnsson les.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Finnur Jónsson var fæddur 1842 og ólst upp í Laugardal í Árnessýslu. Sex ára missti Finnur föður sinn séra Jón Torfason og ólst hann því upp við lítil efni. Ungur maður flutti Finnur norður í Hrútafjörð og bjó lengst af á Kjörseyri.
Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.
Guðmundur Friðjónsson (1869-1944) fæddist á Sílalæk í Aðaldal. Um þrítugsaldur hóf hann búskap á Sandi í Aðaldal og bjó þar síðan til dauðadags. Hann var að mestu sjálfmenntaður, alþýðuskáld sem margir vilja meina að hafi verið með betri skáldum síns samtíma.
Valý Þórsteinsdóttir les.
,,Meðal íslenskra fræðimanna um miðja 19. öld eru fáir einkennilegri en Magnús Grímsson prestur á Mosfelli,'' segir í upphafi æviágrips höfundar.
Útför séra Sigurðar er gamansaga eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Smásagan Vakað yfir líki Schopenhauers eftir franska rithöfundinn Guy de Maupassant birtist fyrst í íslenskri þýðingu í safninu Sögur frá ýmsum löndum. Magnús Ásgeirsson þýddi.
Björn Björnsson les.
Fyrsta skáldsaga Gyrðis Eíassonar, Gangandi íkorni, kom út árið 1987. Síðan þá hafa jöfnum höndum komið út eftir hann sögur og ljóð. Gyrðir er sérstaklega vandvirkur stílisti og hefur meðal annars hlotið verðlaun úr sjóði Þórbergs Þórðarsonar.