Jóhann Magnús Bjarnason (1866–1945) er þekktastur fyrir sögur sínar um Eirík Hansson og Brasilíufarana. Jóhann Magnús fór ungur til Kanada með foreldrum sínum, gerðist barnakennari þar en vann jafnframt að ritstörfum.
Sigurður Arent Jónsson les.
Þorgils gjallandi hét réttu nafni Jón Stefánsson. Smásöguna Leidd í kirkju skrifaði hann árið 1890. Höfundur fjallar hér á beinskeyttan og kímni blandinn hátt um trú, kirkjurækni og sannfæringu einstaklingsins gagnvart ríkjandi hefðum.
Jón Sveinsson les.
Leyndarmál kennarans eftir Erlend Jónsson kom fyrst út árið 1987 í smásagnasafninu Farseðlar til Argentínu.
Smásagan Lífið á Breiðósi eftir Erlend Jónsson segir frá unglingspilti sem á ekki sjö dagana sæla, hvorki heima fyrir né í skólanum. Sérstaklega virðist skólastjóranum vera illa við hann.
Marjas er ein kunnasta saga Einars Kvaran og þó hún sé látlaus á yfirborðinu býr mikil spenna og kraftur í þessari stórkostlegu sögu.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Nítján smáþættir er safn smásagna eftir Matthías Johannessen. Sögurnar bera höfundi sínum vitni. Stíllinn er sérstæður og getur stundum verið erfitt að greina hvort um er að ræða smásögu, samtal, minningarþátt eða ritgerð.
Bjarki Jónsson les.
Oddrúnargrátur er smásaga eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Offrið er smásaga eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Þorgils gjallandi hét réttu nafni Jón Stefánsson og var vinnumaður og bóndi í Mývatnssveit. Hann veigraði sér ekki við að kanna dýptir mannlegs eðlis í skrifum sínum, auk þess sem frelsi og hamingja einstaklingsins voru honum hugleikin. Smásöguna Ósjálfræði skrifaði hann árið 1890.
Þrátt fyrir að Einar Kvaran væri sannfærður spíritisti tók hann sjálfan sig ekki alltaf mjög hátíðlega, eins og sagan Óskin ber með sér.
Áhugaverð og skemmtileg saga.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Saga úr sveitinni eftir Erlend Jónsson er brosleg sýn á lífið í sveitinni fyrir norðan, frá sjónarhorni tólf ára aðkomudrengs.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Sagan af Hakanum Hegg er áhugaverð smásaga eftir Valgarð Egilsson.
Höfundur les.
Sagan af Sigurði formanni er smásaga eftir Gest Pálsson.
Björn Björnsson les.