Björn í Gerðum er smásaga eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili.
Guðmundur Ingi Kristjánsson les.
Þorgils gjallandi hét réttu nafni Jón Stefánsson. Smásöguna Brest skrifaði hann u.þ.b. 1890. Hér fjallar höfundur um breyskleika mannfólksins og leggur til atlögu við tvískinnung í siðferðisdómum.
Jón Sveinsson les.
Brot úr ævisögu er smásaga eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Búhöldur er smásaga eftir Guðmund Friðjónsson á Sandi.
Jóhann Magnús Bjarnason (1866–1945) fluttist ungur með foreldrum sínum til Kanada og bjó meðal Vestur-Íslendinga alla ævi. Hann var einkum þekktur fyrir skáldsögurnar Eiríkur Hansson, Brasilíufararnir og Í Rauðardálnum. Allar þessar sögur urðu geysivinsælar á sínum tíma – og eru enn.
Dóttir mín er smásaga eftir Guðmund Friðjónsson á Sandi.
Dæmisaga er smásaga eftir Guðmund Friðjónsson.
Þorgils gjallandi hét réttu nafni Jón Stefánsson. Smásöguna Ef guð lofar skrifaði hann árið 1909. Hér segir frá ástum og örlögum verslunarstjórans unga, Péturs Svendsen.
Jón Sveinsson les.
Þorgils gjallandi hét réttu nafni Jón stefánsson. Smásöguna Einar Andrésson skrifaði hann árið 1895.
Jón Sveinsson les.
Guðmundur Friðjónsson (1869-1944) fæddist á Sílalæk í Aðaldal. Um þrítugsaldur hóf hann búskap á Sandi í Aðaldal og bjó þar síðan til dauðadags. Hann var að mestu sjálfmenntaður, alþýðuskáld sem margir vilja meina að hafi verið með betri skáldum síns samtíma.
Eins og maðurinn sáir er smásaga eftir Guðmund Friðjónsson á Sandi.
Það er alltaf gaman að geta boðið upp á eitthvað sem ekki hefur verið fáanlegt áður og það er einmitt það sem við bjóðum upp á með sögunni Eitthvað var það eftir Jóhann Jónsson skáld.
Eiður er smásaga eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Farmaðurinn er um margt óvenjuleg saga eftir Einar Benediktsson, nokkurs konar ævintýrasaga. Sagan er skemmtileg og ber mörg höfundareinkenni Einars.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Kynslóðabil, hugsjónir og gildi eru meginefni smásögunnar Farseðlar til Argentínu úr samnefndu smásagnasafni Erlendar Jónssonar. Sögusviðið er Reykjavík um miðbik tuttugustu aldarinnar.
Kristján Róbert Kristjánsson les.