Hér segir frá snjöllu ráði kvennanna í þorpinu Weinsperg.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Skemmtileg saga um kött sem ætlar sér að verða yfirskógarvörður, en til þess þarf hann að beita brögðum.
Aðalsteinn J. Magnússon les.
Spennandi frásögn af háskalegum björgunaraðgerðum á Erievatni árið 1978. Tveir unglingspiltar komast í hann krappan á bát sínum þegar ofsaveður skellur á. Áhugaverð grein úr tímaritinu Úrvali.
Lesari er Valý Þórsteinsdóttir.
Smásagan Kreppuráðstafanir eftir Sigurð Róbertsson leiftrar af kímni. Hér segir frá skrifstofumanninum Halldóri Hansen, sem er undirtylla allra, en þráir að segja öðrum fyrir verkum.
Þessi saga er tekin úr einu af helstu skáldverkum höfundar, Karamazovbræðurnir. Tveir bræður eru að tala saman, annar ungur rithöfundur en hinn guðfræðingur sem er að ganga í þjónustu kirkjunnar og gerast munkur.
Króka-Refs saga er ekki með þekktari Íslendingasögum og hafa menn gjarnan litið framhjá henni, enda er hún um margt ólík þeim sem notið hafa hvað mestra vinsælda. Sagan er á margan hátt skyldari riddarasögum og/eða fornaldarsögum Norðurlanda.
Jón Trausti (Guðmundur Magnússon) var ásamt Torfhildi Hólm fyrstur Íslendinga til að rita sögulegar skáldsögur, ef frá eru taldar Íslendingasögurnar.
Sagan Krossinn helgi í Kaldaðarnesi eftir Jón Trausta er saga frá tímum siðaskiptanna. Hún kom fyrst út árið 1916.
Guðmundur Friðjónsson (1869-1944) fæddist á Sílalæk í Aðaldal. Um þrítugsaldur hóf hann búskap á Sandi í Aðaldal og bjó þar síðan til dauðadags. Hann var að mestu sjálfmenntaður, alþýðuskáld sem margir vilja meina að hafi verið með betri skáldum síns samtíma.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Peter Cheyney (1896-1951) var breskur spennusagnahöfundur. Hann skrifaði bæði smásögur og skáldsögur og voru margar þeirra kvikmyndaðar, einkum af frönskum kvikmyndagerðarmönnum. Verk Cheyney seldust í milljónum eintaka meðan hann var á lífi, en eru nú flestum gleymd.
Hér er kominn ljóðahlutinn úr fyrstu bók Einars, Sögur og kvæði, sem kom út árið 1897.