Gestur Pálsson var einn af Verðandi-mönnum en þeir boðuðu raunsæið með tímariti sínu fyrstir allra á Íslandi. Sögur Gests hafa löngum þótt bera af öðrum samtímasögum og er Kærleiksheimilið af mörgum talin vera hans besta saga.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
L'Arrabbiata er sígild smásaga eftir þýska rithöfundinn og Nóbelsverðlaunahafann Paul Heyse (1830-1914).
Smásagan Land blindingjanna (The Country of the Blind) er ein af best þekktu smásögum höfundar. Hún kom fyrst út árið 1904 í tímaritinu The Strand.
Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.
Landshöfðinginn í Júdeu er söguleg smásaga eftir Nóbelsverðlaunahafann Anatole France.
Björn Björnsson les.
Jóhann Magnús Bjarnason (1866–1945) er þekktastur fyrir sögur sínar um Eirík Hansson og Brasilíufarana. Jóhann Magnús fór ungur til Kanada með foreldrum sínum, gerðist barnakennari þar en vann jafnframt að ritstörfum.
Sigurður Arent Jónsson les.
Laxdæla saga hefur allt til að bera sem góða sögu skal prýða, svo sem ástir, stór örlög og yfirnáttúrulega atburði í litríkum búningi, en meginefni sögunnar er harmsaga þeirra Guðrúnar Ósvífursdóttur og Kjartans Ólafssonar.
Þorgils gjallandi hét réttu nafni Jón Stefánsson. Smásöguna Leidd í kirkju skrifaði hann árið 1890. Höfundur fjallar hér á beinskeyttan og kímni blandinn hátt um trú, kirkjurækni og sannfæringu einstaklingsins gagnvart ríkjandi hefðum.
Jón Sveinsson les.
,,Aðdragandi morðmálsins sem kviðdómurinn hafði til meðferðar var þessi: Haustdag einn, í drungalegu veðri, hafði hinn alþekkti bankastjóri B. fundist dauður á skrifstofunni sinni, skotinn í ennið." Þannig hefst sagan Leikarar eftir Hans Kafka.
Magnús Ásgeirsson þýddi.
Leiðin til skáldskapar eftir Sigurjón Björnsson kom fyrst út í ritröðinni Smábækur Menningarsjóðs árið 1964. Var hún 15 bókin í þeirri ritröð. Undirtitill bókarinnar er: Hugleiðingar um upptök og þróun skáldhneigðar Gunnars Gunnarssonar.
Ósvífinn valdamaður fær á baukinn frá hreinskilnum förukarli.
Sagan birtist í safni Torfhildar Hólm, Þjóðsögur og sagnir.
Ingibjörg Sól Ingólfsdóttir les.
Lögreglustöðin var beint á móti klaustrinu. Hvernig tókst þá nunnunum að dyljast þar áratugum saman og hverfa svo eins og fyrir galdra? Hið falda klaustur St. Monicu í Puebla í Mexíkó er enn hinn mesti leyndardómur. Áhugaverð grein úr tímaritinu Úrvali.
Lesari er Valý Þórsteinsdóttir.