Litla stúlkan með eldspýturnar er með þekktustu jólasögum allra tíma.
Ingibjörg Sól Ingólfsdóttir les.
Litla stúlkan með eldspýturnar er ein þekktasta jólasaga allra tíma.
Valý Þórsteinsdóttir les.
Litli Kláus og stóri Kláus er eitt af hinum óborganlegu ævintýrum H.C. Andersens sem flestallir þekkja.
Sigurður Arent Jónsson les.
Sagan Litli Hvammur eftir Einar Kvaran birtist fyrst í Ísafold árið 1898. Mun Einar sennilega hafa skrifað hana á Korsíku. Þangað fór hann í boði Björns Jónssonar ritstjóra til að ná heilsu eftir að hafa fengið berkla í Vesturheimi.
Ljónaprinsinn er skemmtileg saga um systkin sem heita Konráð og Karen. Dag nokkurn ber stærðarinnar ljón að dyrum hjá þeim. Ljónið hótar öllu illu ef þau hlýði ekki skipunum þess. En ekki er allt sem sýnist.
Sigurður Arent Jónsson les.
Ljónin þrjú eftir H. Rider Haggard er spennandi saga af hinum þekkta ævintýramanni Allan Quatermain.
Jón Sveinsson les.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Skáldsagan Ljósvörðurinn eftir Maria Susanna Cummins heitir á frummálinu The Lamplighter. Sagan kom fyrst út árið 1854 og varð strax gríðarlega vinsæl. Hér segir frá uppvexti munaðarlausu stúlkunnar Gertrude sem elst upp hjá ljósverðinum Trueman Flint.
H.C. Andersen er heimsþekktur fyrir ævintýri sín og Ljóti andarunginn er eitt af þeim þekktustu og bestu. Hér segir frá unga nokkrum sem virðist alls ekki eiga heima í því umhverfi sem hann fæðist í.
Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.
Í þessu ljóðasafni eru öll ljóð sem aðgengileg eru eftir Jóhann Jónsson. Hér er um að ræða sannkallaðar ljóðaperlur sem allir ljóðaunnendur þurfa að kynna sér.
Lesari er Gunnar Már Hauksson.
Ljóðmæli Sveinbjarnar Egilssonar eru ekki mikil að vöxtum og mundu ein og sér ekki skipa honum stóran sess í bókmenntasögu okkar Íslendinga, enda voru þau einungis brot af öllu því sem þessi andans risi sýslaði um ævina.